Örvitinn

Engin stór orð

Hvernig væri að setja sér það markmið að komast í betra form og gera eitthvað í því ? Ástandið er skelfilegt og ég verð að gera eitthvað í þessu, var í miklu betra formi í október, hef bætt á mig að minnsta kosti fimm kílóum síðan. Finn vel fyrir þessu í boltanum

Er laus við meiðsli og hef enga afsökun, ræktin á morgun. Skokka svo reglulega í hverfinu. Ekki éta eins og svín á kvöldin og láta allan viðbjóð eiga sig.

Verst hvað maður neyðist alltaf til að sturta í sig áfengi um helgar!

Það er ekki langt síðan ég var með stór orð um átak en lítið gerðist í kjölfarið. Vandamálið er að koma sér í ræktina, þarf að rífa mig snemma á fætur, skutla stelpunum í leikskólann og mæta í Sporthúsið fyrir vinnu.

Þetta er ekki flókið en þetta er andskoti erfitt.

heilsa