Örvitinn

Stubburinn Tom Cruise (uppfært)

Grímur sendi mér þessa mynd úr tökum á Vanilla sky, mér finnst hún skondin.

Þess má geta að ég og Tom Cruise erum nokkurn vegin jafn háir :-)

Tom Cruise er stubbur

12:30
Fann þessa útgáfu af myndinni á netinu, spurning hvor er ekta. Sérstaklega þegar tekið er mið af því að Tom Cruise er um 170-175cm á hæð en Jason Lee 188cm.

Eða er hin myndin fölsuð?

Seinni myndin er þó eðlilegri, Cruise er frekar samanþjappaður í fyrri myndinni og mér finnst eitthvað óeðlilegt við standinn sem hann er á. Ég held að sú fyrri sé fölsuð og menn nái að jafna hæð þeirra á seinni myndinni með því að láta Cruise vera nær myndavélinni og taka myndina upp á við. Auk þess er myndin tekin með zoom linsu til að draga úr fjarlægðinni milli þeirra.

kvikmyndir
Athugasemdir

Grímur - 08/09/04 12:43 #

Ég kann nú samt ennþá betur við fyrri myndina, chubby Cruise á palli.

Matti Á. - 08/09/04 12:52 #

Já ég líka, okkur svipar nefnilega meira saman á henni :-)

Sigmar - 08/09/04 15:57 #

Fyrri myndinn er merkt Worth1000.com en það er vefsetur þar sem alvöru snillingar í Photoshop keppa sín á milli í völdum greinum. Hún er því fölsuð.

Matti Á. - 08/09/04 16:02 #

Aha, ég vissi það ekki þegar ég fékk hana senda en það er nokkuð augljóst þegar maður er með frummyndina til að bera saman við. Þarf að skoða þennan worth1000 vef betur, margt áhugavert þar.

Mér þótti þetta ekki augljós fölsun þegar ég sá myndina fyrst. Svona getur maður verið fattlaus stundum :-)