Örvitinn

DOOM 3

Prófaði Doom3 í gærkvöldi, sótti nýja drivera fyrir skjákortið og spilaði í smá stund. Þrælvirkaði, spilaði í 800x600 og góðum gæðum.

Viftan í ferðavélinni söng að sjálfsögðu allan tímann, en það er viðbúið í tölvuleikjum.

Er annars ekkert rosalega spenntur fyrir þessum leik, langaði bara að sjá hvort/hvernig hann virkar á nýju vélinni. Prófa hann aðeins meira á næstunni til að sjá hvort þetta sé eitthvað sniðugt. Las líka í gærkvöldi um eitthvað fiff til að ná allt að 40% meiri hraða úr ATI skjákortum í þessum leik.

Æi, mér leiðast dálítið þessir dimmu gangar og ófreskjur sem stökkva út úr myrkrinu, jafnvel þó það geti verið gaman að skjóta skepnurnar í hausinn með haglabyssu!

tækni