Örvitinn

Kolla á slysó

Merkliegt hvað allt gerist stundum í einu. Gyða kom heim í hádeginu til að vera heima með Ingu Maríu svo ég gæti kíkt í vinnuna. Skömmu eftir að hún kom heim fengum við símtal frá leikskólanum. Kolla hafði meitt sig í hendinni, enginn vissi hvað hafði komið fyrir en hún hreyfði vinstri hendina ekki neitt. Þær höfðu fylgst með henni í nokkurn tíma og hún var allan tímann að passa sig að hreyfa ekki hendina. Kolla kveinkar sér yfirleitt ekki mikið þannig að við höfðum nokkrar áhyggjur af þessu.

Kolbrún með hönd í fatlaÍ staðin fyrir að fara í vinnuna skaust ég í leikskólann, sótti Kollu og fór með hana á Slysó. Þar biðum við ansi lengi í barnaherberginu, vorum sem betur fer frekar snemma á ferðinni, það var einungis eitt barn á undan okkur en þegar að okkur kom voru að minnsta kosti fimm börn bíðandi, ég taldi tólf einstaklinga inni í barnaherbergi með foreldrum og systkynum þegar komið var að okkur.

Hvað um, við biðum í rúman klukkutíma en þegar að okkur kom gekk þetta hratt fyrir sig. Læknirinn kíkti á Kollu, sendi okkur í myndatöku og þá kom í ljós að hún er óbrotin. Úlnliðurinn er þó bólginn og hann lét því setja hana í gifs og fatla, hélt að að væri jafnvel eitthvað í brjóskinu í úlnlið (nú er ágætt að það komi fram að læknirinn lýsti þessu mjög vel öllu saman en ég man einfaldlega ekki meira).

Kolla er ansi stolt enda ekki lítið ævintýri að vera með gifs.

fjölskyldan
Athugasemdir

sirry - 16/09/04 08:34 #

Hvernig eru stelpurnar í dag ??