Örvitinn

Tvískinnungur minn

Ætlaði að barma mér undan því að bloggari einn vísar á mig úr lokuðum hluta dagbókar en mundi svo að ég hef nokkrum sinnum linkað á síður úr lokuðum hluta spjallborðs sem ég stunda og ekki þótt neitt óeðlilegt við það.

Ágætt að vera meðvitaður um eigin tvískinnung.

Ýmislegt
Athugasemdir

Bjarni Rúnar - 14/09/04 19:09 #

Hehehe, hafðu ekki áhyggjur, ég er ekkert að baktala þig.

Innihald færslunnar sem þú getur ekki lesið er beisikklí svona: "Vá hvað ég nenni innilega ekki að taka þátt í þessari umræðu aftur."

En vonandi ertu búin að skemmta þér vel yfir vefloggunum þínum í dag. :-)

Matti Á. - 14/09/04 19:17 #

Ég hafði ekki miklar áhyggjur. Þótti forvitnilegt að fylgjast með því hverjir lesa prívat dagbókarfærslurnar þínar. Ég er alltaf með lítið forrit opið sem sýnir filteraða vefþjónslogga á client, er forvitinn :-)

Verð þó að játa að ég var forvitinn um innihaldið. En pistilinn var ekki skrifaður til að stofna til einhverrar umræðu við þig, ef það hefði verið tilgangurinn hefði ég einmitt linkað á umræddar dagbókarfærslur ;-)

Matti Á. - 14/09/04 22:37 #

Það væri áhugavert að heyra hvað fólk er að tjá sig um þyngd mína í þessu laumulega spjalli, varla tengist það efni greinarinnar.

  • 21:54:35 dipper.frisk-software.com /weight.html bre.klaki.net/dagbok/7647/#1095198758
  • 22:16:59 adsl4-3-179.du.simnet.is /weight.html bre.klaki.net/dagbok/7647/
  • 23:02:45 adsl-15-110.simnet.is /weight.html http://bre.klaki.net/dagbok/7647/

Ef markmiðið er að tendra forvitni mína með því að fjölga vísunum úr laumulega blogginu er markmiðinu náð :-)

Bjarni Rúnar - 15/09/04 10:01 #

Hvað get ég sagt? Ég er með fyndna lesendur sem hafa gaman af því að tosa í löppina á þér. :-)

Matti Á. - 15/09/04 10:20 #

Jamm, ég veit. Sökudólgurinn gaf sig fram, játaði allt í tölvupósti og fær syndaaflausn.