Örvitinn

Spagettíeggjakaka

Eldađi spagettíeggjaköku í hádeginu. Sá ţessa uppskrif í bók um ítalska matargerđ sem ég er međ í láni og hefur lengi langađ ađ prófa mig áfram í eggjakökugerđ.

Ţetta er afskaplega einfalt, mađur notar afganga af spagettí međ sósu og alles, í dag notađi ég afganga af spagettí carbonara. Setur fimm-sex egg í skál og hrćrir međ gaffli, spagettíafgangarnir fara út í og svo rífur mađur parmesan ost og hrćrir saman viđ. Kryddađ međ ţví sem er viđ höndina.

Smjör brćtt á pönnu, eggjaspagettíblandan sett á pönnuna og eldađ viđ međal hita í fjórar fimm mínútur, snúiđ viđ og eldađ í álíka langan tíma á hinni hliđinni.

Reyndar hef ég aldrei veriđ klár ađ elda eggjakökur, hef alltaf endađ međ eggjahrćru en í dag tókst ţetta ágćtlega og fyrsta alvöru eggjakakan mín stađreynd. Ţurfti ađ nota spađann til ađ snúa kökunni ţar sem hún var örlítiđ föst viđ botninn, tókst ekki ađ hvolfa henni beint á disk.

Mun vafalítiđ elda ţennan rétt oftar ţví ég á iđulega spagettíafganga. Carbonara er kannski ekki heppilegasti spagettírétturinn í svona eggjaköku ţar sem hann er svo svipađur kökunni sjálfri, samanstendur af stórum hluta af parmesan osti og eggjum, en bakoniđ gefur bragđ. Ég notađi svo ferska basiliku og steinselju auk ţess ađ krydda međ salti og pipar.

Eggjakaka

matur
Athugasemdir

Gummi Jóh - 14/09/04 21:45 #

ef myndin er af ţinni eggjaköku ađ ţá segi ég job well done!

Girnileg međ eindemum... namminamm

Matti Á. - 14/09/04 21:53 #

Ţetta er ađ sjálfsögđu eggjakakan mín :-)

Ađ verki loknu stráđi ég yfir ferskri basiliku og smá parmesan, skar eina sneiđ og tók mynd. Hefđi mátt setja yfir nokkra dropa af fínu olíunni, geri ţađ nćst.

Ţetta bragđađist sérlega vel :-)