Örvitinn

Sjúkraskýrsla fjölskyldunnar

Inga María var hraust í morgun en er þó heima. Kolla er spræk og hefði farið í leikskólann en hún vildi líka fá að vera heima með ömmu sinni sem er með stelpurnar í dag. Þegar hún frétti að amma myndi passa fór hún að tala um að það væru of mikil ærsl á leikskólanum, hún vildi frekar vera heima í rólegheitunum.

Inga María var ofsalega misjöfn í gær, slöpp og hress til skiptis. Slöpp rétt fyrir kvöldmat, hress eftir kvöldmat. Sofnaði frekar snemma og svaf ágætlega, fór heldur snemma á fætur að mínu mati :-) Mér þykir hún búin að vera ansi lengi veik í þetta skiptið.

Kolla er ágæt, kvartar aðeins undan eymslum í hendinni og hlífir henni ennþá, hreyfir hana lítið sem ekkert. Hún var víst frekar pirruð á tímabili í gær.

Vonandi geta þær systur farið í leikskólann á morgun og fjölskyldulífið komist í eðlilegt horf. Veit þó að þær skemmta sér vel með ömmu sinni í dag.

Kolla á slysó
Veikindi

fjölskyldan
Athugasemdir

Gyda - 16/09/04 11:07 #

þú ert ekki ennþá kominn inn á msn hélt að þú værir ennþá heima þar til ég las þetta skrifað fyrir næstum 2 tímum síðan Gyða :-)