Örvitinn

Leikurinn í kvöld

Rosalegur leikur í kvöld. Ég er reyndar ekkert alltof bjartsýnn, finnst Liverpool hafa verið að spila mun betri bolta en Man United undanfarið og ég ætti að vera bjartsýnn, en eitthvað nagar mig. Hef það á tilfinningunni að verra liðið hafi oft betur í þessum viðureignum. Það vantar líka Danny Murphy til að skora sigurmark.

Ég á góðar minningar frá síðustu viðureign liðanna á Old Trafford.

Ætli maður fái ekki fiðring við að horfa á leikinn í kvöld og rifja upp stemminguna meðal stuðningsmanna Liverpool í horninu á Old Trafford.

boltinn
Athugasemdir

Davíð - 20/09/04 17:00 #

...andsk... það verða ekki sömu úrslit í kvöld og síðast. Ég skal hundur heita og éta hatt minn osfrv.

FERGUSON'S RED & WHITE ARMY HEY! ....og halelúja.

(er ég ekki skemmtilegur thíhíhí)

Matti Á. - 20/09/04 17:13 #

Ekki sömu úrslit segirðu, nei ætli Liverpool vinni ekki stærri sigur í þetta skiptið :-)

Annars er ég ekkert alltof bjartsýnn.

Matti Á. - 20/09/04 20:56 #

Ekki fór þetta vel. Afar slök frammistaða hjá Liverpool.