Örvitinn

Njósnað um saklausa veffarendur

Ég hef alltaf verið afskaplega forvitinn um það hverjir skoða þessa síðu, hvaðan þeir koma og hvað þeir skoða hér. Áður fyrr var ég alltaf með skeljarglugga opinn og tailaði access_log skrána, en þegar ég fór að vinna bak við þykkan eldvegg var það ekki lengur hægt.

skjáskot af clientinumÉg skrifaði því lítið python forrit í tveimur hlutum. Annars vegar cgi script sem les access_log, parsar skrána, flettir upp ip tölum (fyrst í local map, síðan hjá nafnaþjóni), filterar úr listanum leitarvélar og annað sem ég hef ekki áhuga á og sendir svo listann ásamt síðustu staðsetningu í access_log skránni þjappað og base64 enkóðað til baka. Hins vegar skrifaði ég afskaplega frumstæðan client sem kallar á þetta cgi script með parameter sem segir hvar síðast var lesið í skránni. cgi skriftið les því alltaf einungis það sem hefur bæst í skrána síðan síðast var kallað, yfirleitt líða fimm mínútur á milli aðgerða en með þessu móti er óhætt að kalla mun oftar, þar sem einungis er lesið það sem bæst hefur við skrána.. Clientinn bíður eftir svari og hendir því svo einfaldlega í edit box. Ég ætlaði að setja þetta í fancy listcontrol sem hægt væri að sortera og filtera en lenti í vandræðum og nennti ekki að vesenast í því að fá það til að virka fyrst hitt dugði.

Hver veit, kannski er ég skrítinn fyrir að hafa þennan áhuga á að fylgjast með traffíkinni.

Almennari tölfræði um heimsóknir og slíkt skoða ég með webalizer síðu sem er opin en ég ætla ekkert að vísa neitt sérstaklega á. Þeir sem þekkja til geta giskað á slóðina.

forritun vefmál
Athugasemdir

jonarnar - 23/09/04 09:42 #

Sjálfur nota ég apachetop til að fá rauntíma traffík tölfræði.. lít á þetta sem hluta af alvöru kerfisstjóralífi. Hinsvegar stilli ég apache til að logga nöfn í stað ip-talna, kostar aðeins meira en maður missir ekki út nöfn eins og getur komið fyrir ef að varpað er seinni á milli..

Ég nota líka webalizer en er orðinn þreyttur á honum vegna þess að hann gefur allar tölur upp í KB í stað MB. Kannski maður ætti að hakka kóðann og breyta þessu sjálfur í stað þess að væla :)

Matti Á. - 23/09/04 10:13 #

apachetop virðist flott, hefur þó þann annmarka að maður verður að hafa skeljaraðgang og hentar mér því ekki.

webalizer er "nógu gott" fyrir mig, maður sér trendin og meira þarf ég ekki. Er ekkert sérstaklega teljaraóður þó ég hafi mjög gaman af því að fylgjast með því sem er að gerast í rauntíma.

Eggert - 23/09/04 10:44 #

Ef þú notar wxPython og ListCtrl er hægt að nota svokallað column sorter mixin - til þess að sortera færslurnar. Er tiltölulega einfalt, minnir mig.

Matti Á. - 23/09/04 10:46 #

Ég gafst upp á því að reyna að koma gögnunum inn í listann á sínum tíma, tókst að troða inn einum dálki, en þetta fór allt í fokk þegar ég reyndi að setja inn alla dálkana, þannig þetta fór aldrei út í pælingar um sorteringar og filteringar :-)

Þetta er að sjálfsögðu gert með wxPython.

Eggert - 23/09/04 11:23 #

Allt í lagi. Þetta wxListCtrl er gert eftir ListView gluggaklasanum í windows - og hefur svolítið af göllum hans - þar á meðal það að það er mjög asnalegt hvernig maður setur inn texta fyrir annað field og upp úr. Minnir reyndar að mixin-klasarnir fyrir hann bjóði upp á þægilegri töfluvinnslu. Þú getur skoðað þetta í wxPython\lib\mixins\listctrl.py (undir site-packages í python lib skráasafninu þínu). Edit-Ctrl-ið springur væntanlega hjá þér við 65536 stafi - nema þú setjir það í Rich mode.

Matti Á. - 23/09/04 16:04 #

lol, nákvæmlega :-)