Örvitinn

Fýluferð á Players

Ætlaði að horfa á Liverpool - Norwich á Players í dag. Ég og Stebbi mættum tímanlega á svæðið, vorum komnir þangað korter yfir eitt. Það var óvenju fámennt og enginn í Liverpool treyju.

Ég kveikti á ferðavélinni sem ég tók með í þetta skipti og kíkti á netið. Það fyrsta sem ég sá var að leikurinn yrði ekki sýndur.

Við ræddum aðeins við staðarhaldara sem sagði okkur að þeim hefði ekki tekist að ná merki frá stöðinni sem sýnir leikin, þeir hefðu skipt um kóða eða eitthvað í þá áttina.

Ég er því að fylgjast með leiknum á netinu, leiðinlegt að missa af þessum leik því Liverpool er að spila glimrandi bolta og valta yfir Norwich.

boltinn