Örvitinn

Mánudagsmaturinn

Eldaði risotto með villisveppum og kjúkling í kvöld. Smjörsteikti kjúklingabringur og setti í ofn. Setti þurrkaða villisveppi í bleyti og sauð í tíu mínútur. Risottoið eldað með hefðbundnum hætti, sveppum, kjúkling og parmesan bætt út í lokin ásamt smjörinu af kjúklingabringunum.

Opnaði hvítvínsflösku enda er risotto eldamennska eiginlega bara afsökun til að opna flösku og klára með matnum. Sletta á pönnuna, sletta í kokkinn :-)

risotto með kjúkling og villisveppum

matur
Athugasemdir

Sirrý - 28/09/04 09:00 #

Voðalegt lúxus líf er þetta á ykkur, við venjulega fólkið borðum afganga eða soðna ýsu á mánudögum og fáum ekki hvítvín með :C)

Matti Á. - 28/09/04 09:38 #

Uss, mikið hefur venjulega fólkið það skítt :-P

Soðin ýsa hefur aldrei verið borin á borð á mínu heimili þegar ég hef verið í mat :-O

skúli - 28/09/04 10:09 #

Þá ferðu á mis við mikið.

Matti Á. - 28/09/04 10:17 #

Já, hugsanlega. Mér þykir soðin ýsa óskaplega óspennandi matur, svona eins og soðið lambakjöt. Með þetta hráefni er hægt að gera margt meira spennandi.

Reyndar eldum við fisk afskaplega sjaldan, sjávarréttarisotto eða kræklingapasta telst ekki með :-)

skúli - 28/09/04 11:24 #

Vandinn við soðna ýsu er sá að það er mjög auðvelt að skemma hana með ofsuðu. En ný línuýsa, með nýjum kartöflum, rúgbrauði og smjöri - og léttsoðnu grænmeti - er gúrmeikrás eins og hún gerist best norðan úr Ballarhafinu!

Matti Á. - 28/09/04 12:03 #

Ég held að eini staðurinn þar sem ég hef fengið rétt soðna ýsu sé í mötuneytinu hjá CCP, Sólveg kann að elda fisk. Ég hef vafalítið aldrei á æfinni borðað jafn mikið af fisk og þegar ég vann þar, enda var fiskurinn oftast algjör snilld á þeim bæ, nema þegar það var mikið af ormi í þorskinum, það sjarmeraði mig lítið.

Eini fiskrétturinn sem ég hef eldað síðustu ár er steikt ýsa með bacon og bönunum. Syndsamlega góður réttur en ekki beinlínis góður fyrir línurnar. Jú, reyndar hef ég grillað skötusel og humar, en það er ekki það sama!