Örvitinn

Leikurinn í kvöld

Ég er að fara að horfa á fótbolta í kvöld, mæti klukkan sex á annað hvort Players eða Ölver. Skiptir mig svosem ekki máli hvor staðurinn verður fyrir valinu, báðir staðirnir reykmettaðar búllur sem selja frekar ómerkilegan skyndibita.

Næsta mál á dagskrá er að draga einhvern með.

14:00
Ég og Baddi mætum á Ölver kl. 18:00 - Arnaldur ætlar að sýna sig skömmu síðar.

15:30
Heljar pælingar um leikinn á Liverpool blogginu.

boltinn
Athugasemdir

Einar Örn - 28/09/04 11:21 #

Ölver er án efa betri staður til að horfa á fótbolta en ég verð að segja að Players eru allavegana að reyna að bjóða uppá meira úrval af mat. Nýji matseðillinn virðist allavegana vera skref í rétta átt :-)

Mummi - 28/09/04 11:22 #

Kewell eða Warnock á kantinn ?

Matti Á. - 28/09/04 11:25 #

Já, Players má eiga það að kjúklingasalatið sem ég fékk um daginn var ágætt.

Ég myndi velja Warnock miðað við frammistöðu í síðustu leikjum, Kewell hefur ekki verið að gera góða hluti það sem af er tímabili.

Josemi kemur pottþétt inn í bakvörðinn, líklega fer Finnan þá í hægri kant, Garcia í holuna og annað hvort Cisse eða Baros á bekkinn.

Sirry - 28/09/04 14:40 #

Fjör hjá ykkur :C)

Matti Á. - 28/09/04 23:56 #

Jæja, þetta fór ekki vel :-( Bendi á umfjöllunina á Liverpool blogginu. Alveg ljóst að Liverpool þarf að bæta frammistöðuna á útivelli.

Ég kvíði fyrir Chelsea leiknum um helgina.