Örvitinn

Hádegismaturinn var snilld

Á fimmtudögum eru iðulega hádegisfundir hjá deildinni, stundum eru þeir haldnir á fimmtudagsmorgnum en oftar í hádeginu. Mér hefur ekki gengið vel að mæta á morgunfundina.

En semsagt, það eru fundir í hádeginu, einhverjir fyrirlestrar og farið yfir stöðuna. Í lokin er svo matur, aðkeyptur skyndibiti. Boðið hefur verið upp á beyglur, kínverskan mat, pizzur, grænmetisfæði og fleira í gegnum tíðina.

Í dag var þetta allt toppað, hádegismaturinn var frá Austurlandahraðlestinni. Djöfull er það alltaf jafn magnað, nan brauðið eitt og sér er betra en maturinn frá öllum hinum! Ég hef áður fjallað um þennan stað. Ætla að laumast fram og ná mér í afganga af nan brauði :-)

matur