Örvitinn

target="blank"

Óskaplega leiðist mér þegar linkar á vefsíðum opnast í nýjum glugga. Er fólk hrætt um að lesendur komi aldrei aftur ef þeir smella á vísun sem leiðir þá í burtu?

Ef ég vill opna link í nýjum glugga smelli ég með miðtakkanum til að opna í nýjum flipa eða hægrismelli og vel Open link in new window eða eitthvað sambærilegt ef ég er ekki að nota firefox, það er enginn fítus til að opna link í sama glugga.

vefmál
Athugasemdir

Óli Gneisti - 08/10/04 19:26 #

Opera hefur möguleikann "Open" sem virkar svona.

Matti Á. - 08/10/04 20:53 #

Þannig að ef þú smellir á firefox linkinn hér fyrir ofan með þessum Open fítus, þá opnast hann í sama glugga. Flott.

Gallinn er náttúrulega að þú veist ekki að linkurinn mun opnast í nýjum glugga fyrr en þú hefur smellt á hann einu sinni.

En ég myndi nota þennan fítus á nokkrum síðum, engin spurning. Líkar bara svo vel við firefox browserinn að ég mun seint skipta yfir í Opera.

Eggert - 08/10/04 21:41 #

Ég er hættur að nota Oprah - aðallega af því mér finnst ég ekki hafa neina stjórn yfir henni. Hún krassaði á furðulegustu stöðum og tók ógeðslega mikið minni. Hún var reyndar soldið hraðvirk - en það skiptir eiginlega ekki eins miklu máli. Það er til extension sem heitir Single Window fyrir Firefox, sem gerir manni kleift að herma mikið til eftir Oprah (Oprah vill bara hafa einn glugga). Oprah studdi líka ekki GMail - og mér fannst asnalegt að nota Internet explorer BARA fyrir gmail. Ég fann einhverja leið til að skripta Firefox með Python og installaði því, á nú eftir að prófa það aðeins.

Matti Á. - 09/10/04 14:54 #

En kjarni málsins er þessi, þegar einhver notar target="blank" á síðunni sinni er hann búinn að taka stjórnina af lesandanum. Ég fíla það ekki :-)

Óli Gneisti - 09/10/04 16:29 #

Er hægt að láta allt fara sjálfkrafa í einn glugga í Firefox? Það er flott. Samt er ástæðan fyrir því að ég nota Opera fyrst og fremst "open page in background window".

Már - 09/10/04 19:48 #

Í Firefox:

  1. sláðu inn í address-bar innri slóðína "about:config"

  2. filteraðu eftir "target" (eða "window")

  3. tvísmelltu á "browser.block.targetnewwindow" þannig að það fái gildið "true"

  4. endurræstu Firefox.

Matti Á. - 09/10/04 20:00 #

Glæsilegt. Takk Már, þetta þrælvirkar.

Gummi Jóh - 10/10/04 01:19 #

Internetið var nú einu sinni allt þannig að allt opnaðist í nýjum glugga næstum sama hvað það var. Svo byrjuðu menn að hugsa um userfriendly html og usability og menn eins og Jakob Nielsen og auðvitað hinn alíslenski Már að tala um þetta og þá byrjuðu menn að breyta þessu hjá sér. :)

Ég annars þoli ekki nýja glugga en ég nota firefox og opna aldrei neinn link þannig lagað nema í nýjum tab. Snilldin sem Firefox nú er.