Örvitinn

Viðurkennt kjaftæði græðara

Ríkisstjórn samþykkir frumvarp um græðara

Samkvæmt þingsályktuninni fólst verkefni nefndarinnar m.a. í því að gera tillögur um hvernig brugðist skyldi við vaxandi umsvifum á sviði óhefðbundinna lækninga og að taka afstöðu til þess hvort viðurkenna skyldi nám í óhefðbundnum lækningum með því að veita mönnum starfsréttindi til að stunda þær.

Jújú, gott að það séu komin lög um þessa starfssemi og að eftirlit verði haft með þeim sem starfa í þessum geira. En það er slæmt að þetta sé viðurkennt því smáskammtalækningar, hnykklækningar, lithimnulestur, grasalækningar og fleira í þá áttina er húmbúkk og kjaftæði. Byggir á óskhyggju, sjálfsblekkingu og valkvæmri hugsun.

Gagnsemisrökvillan kemur líka iðulega alltaf við sögu.

Gagnsemisrökvillan

Það er auðvelt að skilja af hverju einhver sem er með “banvænt” krabbamein og leitar "óhefðbundinna" lækninga þakkar þeim árangurinn ef æxlið minnkar í kjölfarið. En ef óhefðbunda aðferðin er ekki orsök batans fyllir það aðra sem leita sömu leiða falskri von. Að sjálfsögðu eru þeir sem prófa meðferðina og deyja, ekki til staðar til að segja sögu sína. Eftirlifandi ættingjar þeirra munu jafnvel halda því fram að eina ástæða þess að meðferðin virkaði ekki er að hún hófst of seint. Eina leiðin til að komast að því hvort meðferðin virkar í raun er að framkvæma vandaðar vísindarannsóknir. Vitnisburðir um hversu vel meðferðin virkar geta verið hjartnæmir, en þeir geta einnig verið hættulega villandi.

En neinei, ég er bara lokaður og þröngsýnn :-)

14:35
Setti þetta inn á Vantrúarvefinn, loka fyrir athugasemdir hér, kommentið þar.

efahyggja
Athugasemdir

Matti Á. - 12/10/04 14:32 #

Þú segir nokkuð, hendi þessu inn.

Ef þið hafið athugasemdir, kommentið þá endilega við greinina á Vantrú.