Örvitinn

Google stressar mig stundum

Það er magnað hvað Google er öflugt leitartól. Ekki nóg með að allt finnist á Google, heldur skanna þeir vefinn af miklum móð. Yfirleitt líða ekki nema 2-3 dagar frá því ég skrifa eitthvað þar til leitarvélin er farin að beina fólki á þá grein. Google virðist hafa vit á því að skanna blogg reglulega og fara yfir nýjustu síður.

Svo ég ýki nú ekki, þá er fólk ekki að koma hingað í hundraðatali útfrá Google leit, en slatti af liði villist hingað inn útfrá leitarvélum, vafalítið verða flestir fyrir vonbrigðum enda fjalla ég sjaldan af nokkrum viti um nokkurn skapaðan hlut.

Um daginn fjallaði ég örlítið um ofbeldisglæpamenn og vitnaði í frétt DV þar sem ákveðinn einstaklingur með einstakt nafn er nafngreindur. Ef leitað er að þessum manni á Google í dag er efsta vísunin á mína síðu. Mér finnst það dálítið óþægilegt, ætli hann leiti að sjálfum sér á Google?

Google leit að þessum manni sýnir líka annan flöt á málinu, því ein vísunin er á barnalandssíðu, sem nú er reyndar búið að setja aðgangsorð á. En á bak við þennan krimma, sem DV nefndir og birtir mynd af á forsíðu, er fjölskylda.

vefmál
Athugasemdir

Óli Gneisti - 14/10/04 22:50 #

Eru þessir íslensku glæpamenn almennt tölvulæsir?

Matti Á. - 14/10/04 23:02 #

Tja, einhver á heimilinu er nógu tölvulæs til að setja upp barnalandssíðu :-|

Óli Gneisti - 14/10/04 23:28 #

Ja, grunar að þú sért allavega neðarlega á forgangslistanum.

Matti Á. - 14/10/04 23:47 #

Já, ég veit. Þetta er eiginlega bara dramatísk pæling :-)

skúli - 15/10/04 08:05 #

Nei, ertu búinn að setja mig á vísanalistann? :)

Matti Á. - 15/10/04 09:47 #

Að sjálfsögðu setti ég þig í listann í þessu nýja rss kerfi á mikkaref. Nennti aldrei að setja saman sérstakan lista með molunum. Það var nú alltaf beinn linkur á síðunni.

Annars er ég ennþá að spá og spökulera í þessari vísanasíðu. Sé núna að ég sakna stundum föstu linkanna á annálasíðurnar (og fleiri) þegar ég vill tékka á athugasemdum. Yfirlitin virka bara ef stutt er síðan einhverju var póstað á síðuna.

Sunna - 16/10/04 21:21 #

Ótrúlegt þetta með Google. Villtist hingað út af Baldur's Gate! Sjálf búin að eiga hann í mörg ár og ætla mér að klára hann í þetta sinn með svindlkóðum góðum. Kemst að því að þú ert Vantrúar kall eins og Birgir vinur minn Baldursson.

Gyða - 18/10/04 14:41 #

Þú þarft engan svindlkóða fyrir Baldurs Gate bara hella sér út í þetta endirinn er í raun léttari en fyrri hluti leiksins eða það fannst okkur Matta allavegana þegar við loksins komum okkur í að klára leikinn.

En já ótrúlegt hvernig fólk dettur inn á þessa síðu :-)