Örvitinn

RATM

Skellti Rage Against The Machine diskunum í playlistann, þurfti að hlusta á eitthvað þokkalega hávært til að heyra ekki tónlistina sem ómaði úr næsta bás (hverjum datt í hug að opið vinnurými væri góð hugmynd).

Hvað um það, RATM var magnað band, langt á undan sinni samtíð. Hrátt, þungt og svo var víst líka einhver meining í þessu en ég leiði hana hjá mér :P

Ég missti af tónleikunum sumarið '93, var staddur í Orlando. Lengdi útskriftarferðina um nokkra daga, stefnan var meðal annars sett á að ná einhverjum rokktónleikum. Það klikkaði, sáum enga tónleika úti og misstum af RATM. Vinir mínir voru á tónleikunum, djömmuðu með einhverjum hljómsveitarmeðlimum en stungu þá af sökum leiðinda! Þeir mega gjarnan bæta einhverju við þessa frásögn.

Komst að því fyrir nokkru að RATM er hörku skokktónlist, þarf að eignast mp3 spilara, jafnvel bara eitthvað drasl, til að geta hlustað á þetta á hlaupum.

tónlist
Athugasemdir

Már - 18/10/04 22:47 #

Ég var á þessum frómu tónleikum árið 1993. Upp við sviðið, alveg fremst. Þeir voru ekki mjög merkilegir - tónleikarnir. Hljómsveitin var í vondu skapi (eitthvað vesen með skipulagið á tónleikunum, og hrikalega heimskt og dónalegt lið sem sá um gæslu) og gekk af sviði eftir ca. 45 mínútna spilerí (að því er mig minnir), þegar gæslufíflin snéru niður einhvern blindfullan áhorfandaaula í indjánamussu sem hafði náð að lauma sér upp á sviðið og stóð þar með lokuð augun og hendurnar út í loftið og fíílaði múúsíkina maaaður... Söngvarinn í hljómsveinni hafði sérstaklega beðið gæsluna um að leyfa manngreyinu að standa þarna í friði, en um leið og hann snéri baki í þá, þá stukku þeir á mussugaurinn og tækluðu hann í gólfið og drógu hann afsíðis (og gerðu guðmávitahvað við hann). Þetta voru eiginlega jafnömurlegustu tónleikar sem ég hef nokkurn tíman farið á. Ég var ýkt spenntur, og hafði þraukað í gegn um meira en klukkutíma af Jet Black Joe upphitunarglamri til að fá að sjá goðin, og svo kom upp þetta rugl. </minningar>

Matti Á. - 19/10/04 09:14 #

Já, ég verð samt alltaf svekktur að hafa misst af þessum tónleikum :-)

og hafði þraukað í gegn um meira en klukkutíma af Jet Black Joe upphitunarglamri
Ertu ekki að vinna með hammondleikara bandsins, veit hann af þessu? :-)

Már - 19/10/04 11:31 #

Alltaf kemmst maður að einhverju nýju og spennandi um vinnufélaga sína. ...Erhmm... Sko... Jet Black Joe rúla!! Bestir je!! ... suk