Örvitinn

Chelsea og kókaínið

Finnst engum öðrum en mér dularfullt að tvisvar á tiltölulega skömmum tíma skuli leikmenn Chelsea, sem ekki eru í náðinni hjá félaginu, falla á lyfjaprófi vegna kókaínneyslu?

Þetta er afar heppilegt fyrir klúbbinn, og þó. Ef Mutu fer í bann geta þeir ekki selt hann. En á móti kemur að Chelsea þarf ekkert að selja leikmenn.

Ég held að Mutu hafi verið framed :-P Annars var hann víst að játa þetta á sig samkvæmt einhverjum miðlum en á svo að hafa neitað því samkvæmt öðrum.

Ég sé reyndar ekki hvaða máli það skiptir þó einhverjir knattspyrnumenn séu á eiturlyfjum í frístundum sínum!

boltinn
Athugasemdir

Stefán - 19/10/04 11:26 #

Heyr! Ég er algjörlega sammála því að íþróttamenn eiga ekki að fá bönn fyrir notkun lyfja sem þeir taka í öðrum tilgangi en að bæta frammistöðu sína á vellinum.

Ef eiturlyfjanotkun er ólögleg má höfða almennt dómsmál en að setja hann í keppnisbann vegna kókaíns er jafn heimskulegt og að setja hann í keppnisbann vegna vangoldinna skattaskulda!

Matti Á. - 20/10/04 10:54 #

Ég skil þetta ekki en ræddi þetta við vin minn í gærkvöldi og hann taldi þetta réttlætanlegt á einhverjum forsendum.

Ég sé ekkert að því að klúbbarnir setji klausur í samninga við leikmenn, það er félögunum í hag að leikmenn haldi sig frá þessu sulli og þarna er um mikla peninga að ræða.

En ég sé ekki að knattspyrnusamböndin eigi að skipta sér af þessu. Sérstaklega þegar mið er tekið af því að lyfjaprófið er sett til að koma í veg fyrir að menn neyti lyfja til að bæta frammistöðu sína, væntanlega ekki til að hnýsast í einkalíf þeirra.

Annars var Arnaldur semsagt á því í gærkvöldi að þetta væri réttlætanlegt , mætti alveg kommenta um það bölvaður ;-)

Matti Á. - 20/10/04 13:51 #

Sá DV í hádeginu. Samkvæmt þeim var það Mourinho, stjóri Chelsea, sem fór fram á þetta lyfjapróf sökum þess að það fór ekki framhjá neinum að Mutu væri í ruglinu.

En það breytir ekki þeirri skoðun minni að þetta eigi ekki að koma knattspyrnusambandinu við.