Leikurinn í kvöld
Þetta var alls ekki slakur leikur hjá Liverpool, bölvað ólán að skora ekki. Ef eitthvað af góðum færum hefðu nýst væru menn að tala um glæsilegan sigur á Deportivo. Baros, Cisse og Garcia hefðu allir átt að skora í fyrri hálfleik.
Þetta verður dálítið erfitt, Liverpool þarf líklega að vinna Monaco eða Deportivo á útivelli til að komast áfram í Meistaradeildinni.