Örvitinn

Hreina loftið

Ég er líklega rétt hægra megin við miðju á pólitíska grafinu en þegar kemur að reykingum er ég langt til vinstri, sem sýnir kannski hvað þessi hægri/vinstri umræða er oft kjánalegt. Þoli ekki þegar frjálshyggjumenn eða aðrir reykingarsinnar beita slippery slope rökleiðslu gegn banni við reykingum á opinberum stöðum, "ef þetta verður bannað þar verður fólki bráðum bannað að reykja heima hjá sér".

Ég hlakka til þess þegar reykingar verða með öllu bannaðar á veitinga og skemmtistöðum hér á landi. Djöfull verður fínt að geta skellt sér á knæpu að glápa á fótbolta án þess að anga eins og öskubakki. Fara á rándýran veitingastað og ekki eiga á hættu að fífl á næsta borði reyki vindil á sama tíma og ég smakka á aðalréttinum. Kíkja á skemmtistað án þess að fá hausverk og brjálaða þynnku.

Þegar við fórum á GDC í San Jose árið 2001 voru meira að segja reykingamennirnir í hópnum himinlifandi sáttir við reykingabannið sem þar er í gildi.

Kallið mig reykingarfasista, mér er drullusama :-)

pólitík
Athugasemdir

Árni Þór - 20/10/04 12:54 #

Lýsi yfir stuðningi. Ég er reykingafasisti líka. Var að koma frá Kanada þar sem hvergi má reykja, alger draumur...

Regin - 20/10/04 13:05 #

Hjartanlega sammála. Ég er líklegast orðinn reykinganasisti ég geng svo langt í viðbjóði mínum á reykingum.

Sirry - 20/10/04 14:59 #

Ég er sammála hlakka til þegar það verður bannað að reykja allsstaðar. Þoli ekki að anga af reyk og viðbjóði eða þegar börnin mín anga ojjjj

Már - 21/10/04 16:01 #

Hei, smá hóflegur skammtur af fasisma hefur aldrei drepið neinn. :-)

Ég held samt að næst verði hvítur sykur bannaður. Hann er ýkt hættulegur.

Matti Á. - 21/10/04 16:46 #

Tja, mér finnst að það mætti banna fólki að fleygja hvítum sykri í aðra gesti á veitinga og skemmtistöðum landsins :-)

Már - 22/10/04 13:17 #

Ég var ekki að grínast sko. :-|

Matti Á. - 22/10/04 14:31 #

Ég er alfarið á móti því að reykingar verði bannaðar, á sama hátt er ég á móti því að ýmis eiturlyf séu bönnuð. Ég er á móti flestum bönnum.

Svo lengi sem annað fólk verður ekki fyrir ónæði og og skaða.

Þess vegna er ég á móti reykingum á opinberum stöðum.

Það er merkilegt hvað sykur er mikið notaður í hófi í allskonar matargerð, t.d. ýmsar tómatpastasósur.

En það er önnur saga. Þekki ýmsa sem telja sykur hið argasta eitur :-)