Örvitinn

Ný útgáfa af DxO Optics Pro

Uppfærði í útgáfu 2.0 af Dxo Optics Pro áðan. Uppfærslur hafa verið ókeypis hingað til sem er helvíti fínt endaði vantaði svosem ýmislegt í fyrri útgáfur. Fékk semsagt póst áðan um að ég gæti sótt nýju útgáfuna.

Þessi útgáfa sýnist mér í fljótu bragði laga flesta vankanta. Styður RAW skrár, ekki skiptir lengur máli hvernig myndin snýr og exif upplýsingar eru fluttar úr RAW skrá í .jpg skrá, en photoshop gerir það t.d. ekki.

Helvíti ánægður með RAW stuðninginn, er að spá í að færa mig meira yfir í að taka myndir á því formi, svona þegar nóg pláss er á minniskortum eða maður er með ferðavélina nálægt.

Uh og já, þetta er það sem maður gerir með þessu tóli.

Annars er dálítið flott hvernig þeir dreifa þessu forriti. Maður þarf að logga sig inn hjá þeim og þá búa þeir til útgáfu sérstaklega fyrir þann sem loggar sig inn, svo fær maður póst með vísun til að downloada þessu buildi. Reyndar held ég að þeir þýði forritið ekki sérstaklega, heldur búa þeir til sérstakt setup-forrit fyrir hvern og einn með nsis. Auk þess er allt aktíverað á netinu, þannig að maður er ekkert að fara að dreifa forritinu, enda virkar mín útgáfa bara fyrir Nikon D70 og 18-70dx linsuna. En það er önnur umræða.

tækni
Athugasemdir

Már - 21/10/04 16:02 #

Ég kemst ekki yfir það hvað þetta er massa sniðugt forrit. Mig langar næstum til að kaupa eintak jafnvel þótt ég eigi ekki svona myndavél (enn). Þetta er svo innilega rétt notkun á digital tækninni...