Örvitinn

Reikningskúnstir á deiglunni

Stundum reiknar fólk of mikið, sérstaklega ef forsendur standast ekki. Pistlahöfundur á deiglunni gerist sekur um ofreikning því forsendur hans eru ónákvæmar.

Prósentureikningur kennara og bæjarstjóra

Nú hefur kennaraverkfallið staðið í rétt rúmlega mánuð. Það þýðir einfaldlega að hver kennari er búinn að tapa einum mánaðarlaunum. Til að kennarar "græði" á verkfallinu hljóta þeir því að þurfa að fá launahækkun sem nemur a.m.k. núvirtum einum mánaðarlaunum. Svo verður líklega ekki. Í það minnsta ef horft er til þeirrar lausnar sem ríkissáttasemjari lagði fram til að leysa kennaradeiluna. (skáletrun mín, MÁ)

Pistlahöfundur gengur út frá þessum forsendum og reiknar svo af miklum móð og sýnir að hann hefur gott vald á prósentureikningi.

En hann missir af kjarna málsins, forsendan er vafasöm. Ef tilboð Ríkissáttasemjara hefði verið samþykkt hefðu kennarar ekki tapað einum mánaðarlaunum. Þeir hefðu þvert á móti margir hverjir haft hærri tekjur fyrir þennan mánuð sem þeir voru í verkfalli heldur en þeir hefðu annars haft.

Úr verkfallssjóði fá kennarar um 90.000 kr á mánuði, eingreiðslan samkvæmt þessu tilboði eru 100.000 kr. Samtals væru því laun kennara 190.000kr fyrir þennan verkfallsmánuð og miðað við yfirlýsingar kennara er ljóst að margir hefðu því verið á talsvert hærri launum fyrir að vera verkfalli en að kenna. Tap hinna hefði verið minna.

Annars er þetta fínn pistill og hægt að taka undir flest í honum.

pólitík