Örvitinn

Exem andskotans

Alveg ljóst að átta klukkustundir í heitum potti og frosti hafa ekki farið sérstaklega vel með húðina, er óvenju slæmur af exemi á kálfum og framhandlegg.

Klæjar geðveikt og hef hvorki gáfursjálfstjórn til að klóra mér ekki. Búinn að maka á mig sterakremi en það virkar lítið.

Reyndar er ég þokkalegur akkúrat þessa stundina, en það endist ekkert.

Er yfirleitt nokkuð góður en versna á veturnar eða þegar ég fer mjög reglulega í sturtu (ræktina).

Argh.

heilsa
Athugasemdir

jonarnar - 25/10/04 14:28 #

Skondið með sturtuna, ég skána einmitt við reglulegar sturtuferðir, en þá er trikkið mitt að fara alls ekki í mjög heitar sturtur. Annars missir maður náttúrulegu húðfituna. Mín uppskrift er annars að drekka mikið vatn, regluleg hreyfing og forðast stressið.

Matti Á. - 25/10/04 15:56 #

Ég fer aldrei í mjög heita sturtu, held nefnilega alltaf áfram að svitna ef ég geri það. Nota sápu afar sparlega og drekk mikið vatn.

En hreyfingin er af skornum skammti þessa dagana, þarf að gera bragarbót á því.