Örvitinn

Nóg að gera

Þarf að skjótast með Kollu og Ingu Maríu í leikfimi á eftir. Gyða sér yfirleitt um þann pakka en hún þarf að vinna lengur í dag*. Gyða mætir semsagt alltaf eldsnemma og sækir svo stelpurnar í lok dags, en ég skutla stelpunum á leikskólann og vinn aðeins lengur. Í gærkvöldi sátum við hjónin og unnun fram yfir miðnætti*, nóg að gera.

Áróra Ósk og Edda vinkona hennar koma með í leikfimina þannig að þetta verður ekki strembið. Það þarf helst einhver að vera með báðum stelpunum í tímanum og sjá til þess að þær fari rétta röð í stöðvarnar og svo framvegis. Þeim systrum finnst rosalega skemmtilegt í þessum tímum, fjör að hoppa á dýnum, sveifla sér í köðlum og kasta boltum.

B-lið Liverpool mætir Millwall í kvöld, ég glápi á þann leik og svo er bolti á nýju gervigrasi í Garðabæ síðar í kvöld ef allt gengur upp.

Ég er að fá þokkalegar harðsperrur í fætur eftir ræktina í gærkvöldi, löngu kominn tími á almennilegar harðsperrur!

*launalaust

dagbók