Örvitinn

Á hraðkassanum, H-mark átta hlutir

Kerlingin á undan mér í röðinni var vissulega með færri en átta hluti, held þeir hafi verið fimm eða sex.

En hún þurfti að borga kexpakkann sér. Allt í lagi, kannski góð og gild rök fyrir því. Svo borgaði hún allt draslið með klinki, taldi tíkallana hægt og rólega.

Nettó þyrfti að bæta við textann á spjaldinu við þjónustuborðið.

H-mark 8 hlutir, allt borgað í einu og ekkert helvítis klink.

Annars dálítið skondið að sjá H-mark skrifað í Nettó. Þeir eru ekki að spara einn bókstaf, bara vera sniðugir. H-mark, hámark. Sniðugt!

kvabb