Örvitinn

Talað við Gvuð

Við ræddum saman á leiðinni heim.

Það var "talað við Gvuð, þá setur maður hendur saman og lokar augunum og talar við Gvuð sem býr á himnum".

Ég lenti í fyrsta sinn í því að þurfa að útskýra fyrir Kollu að Gvuð sé ekki raunverulegur heldur í sama flokki og tröll og drekar, bara til í ævintýrum. Það býr enginn Gvuð á himnum og svo framvegis.

Eitthvað mundu þær eftir krossi sem presturinn sýndi þeim, svoleiðis getur maður haft á vegg í herberginu sínu. Ég sagði stelpunum til hvers krossar voru raunverulega notaðir.

leikskólaprestur
Athugasemdir

Lárus Viðar - 29/10/04 23:26 #

Þetta leikskólatrúboð er hreinn viðbjóður. Það er eitthvað verulega sjúkt við samfélag þar sem það þykir sjálfsagður hlutur að trúboði mæti í leikskólana með sinn forheimskandi áróður.

Birgir Baldursson - 29/10/04 23:51 #

Sennilega bara fínt að innræta þeim að þetta sé einn stór þykjustuleikur. Að allir láti eins og Guð sé til, en það sé auðvitað allt í þykjustunni, bara til að gera lífið skemmtilegra, eins og þegar jólin eru haldin.