Örvitinn

Poppað fyrir einn

Gyða fór á djammið með vinnufélögum í kvöld, ég er heima með stelpurnar. Höfðum það þokkalega rólegt í kvöld, svæfði stelpurnar milli hálf níu og hálf tíu. Það gekk semsagt ekkert alltof vel.

Glápti á Kill Bill 2 á DVD. Flott mynd, ólík hinni, minna blóð. Flottar myndir. Samt ekkert það magnaðasta sem ég hef séð. Samband móður og dóttur í lokin pirrar mig dálítið, en það er önnur saga. Tittlingaskítur.

Inga María vaknaði grátandi í kvöld, ég skokkaði upp og kom að henni standandi í rúminu skælandi. Hélt hún hefði pissað á sig, gráturinn var þannig, trúið mér - maður þekkir sinn grát. Þegar ég þreifaði fann ég að svo var ekki, hún hafði kúkaði í buxurnar. Ég tengi það við hóstann sem hún er með, fylgir honum rembingur. Þetta var sem betur fer snyrtilegt, ég fór með hana á klósettið þar sem hún kláraði og ég tæmdi úr naríunum og þreif hana.

Á leiðinni niður langaði mig að narta í eitthvað þannig að ég poppaði. Konan mín kann ekki að poppa, í hvert sinn sem hún gerir það brennir hún poppið, hvert einasta skiptið. Vandamálið er að ég er latur og nenni frekar að tuða í henni heldur en að poppa sjálfur. Tókst reyndar sæmilega hjá henni um daginn en þá stóð ég líka yfir henni. Það er bara eitt trix við poppun. Maður verður að standa yfir pottinum og hrista hann þegar lætin eru byrjuð. Ekki stanslaust, bara hrista af og til.

Ég kann ekki að poppa fyrir einn, endaði með fullan pott og þurfti að sækja stærri skál, hálf skál bíður stelpnanna í fyrramálið - þeim finnst gaman að narta fyrir framan morgunsjónvarpið. Reyndar fer allt út um allt sem er óheppilegt, sérstaklega þar sem húsið var þrifið í dag.

Erfiður dagur, ég ætla að fara að sofa og dreyma eitthvað klámfengið.

dagbók
Athugasemdir

Erna - 30/10/04 05:27 #

Ég veit um græjuna fyrir þig Matti!

Vinir okkar gáfu okkur svona pott fyrstu jólin okkar hér í Amríkunni og hefur hann ekki klikkað síðan. Trixið er sveifin, sem drífur einskonar skaft sem snýr poppinu á meðan það poppast, alger snilld. Garantí fyrir óbrennt popp það sem eftir er...

Matti Á. - 30/10/04 11:02 #

Sniðugt, kannski gef ég konunni svona græju í afmælisgjöf :-) Verður maður samt ekki að standa við pottinn og snúa sveifinni? Þá myndi hún samt brenna poppið :-)

ps. Mig dreymdi ekkert klámfengið :-P

David - 30/10/04 11:33 #

....synd.....

Doktor Orville Light er líka ágætur.

Gyða - 30/10/04 18:04 #

hey ég brenni ekki poppið alltaf :-/ Langar ekkert í popp pott í afmælisgjöf uhu :-)