Örvitinn

Að fá það sem maður vill (og gráta svo undan því)

Það er ekki hægt að lækka lægstu laun sérstaklega nema aðrir sem ofar í launakeðjunni standa sætti sig við minni hækkun.

Ef þeir gera það ekki, væru lægstu launin ekki að hækka sérstaklega.

Flókið?

Þegar maður setur fram kröfu um að pottar séu teknir inn í grunnlaun er ekki annað mögulegt en að þeir sem hafa fengið meira en aðrir úr pottunum fái minna eftirá, þ.e.a.s. ef það sem áður fór í pottana dreifist nokkuð jafnt á allann hópinn

Flókið?

Ef maður krefst þess að vinna færri tíma, en getur haldið áfram að vinna sama tímafjölda fyrir hærri laun. Þá getur maður valið um minni vinnu og hærri laun eða sömu vinnu og ennþá hærri laun. Ef kröfu um færri tíma væri vikið til hliðar væri hægt að hækka grunnlaun sem því nemur.

Flókið?

Nei. Nei. Nei.

pólitík