Örvitinn

Póstur til kennara

Í einhverjum undarlegum pervertisma skemmti ég mér við að lesa spjallþráð kennara á kennarar.is. Mörg gullkorn þar að finna.

Til dæmis voru einhverjir að kvarta undan því að hafa ekki enn fengið miðlunartillögu Rikissáttasemjara í pósti.

Ég verð að lýsa yfir vonbrigðum mínum með það að hafa ekki fengið miðlunartillöguna í pósti um helgina eins og talað var um. Veit ég um fleiri kennara sem eru í sömu aðstöðu. Veit einhver hvernig stendur á þessu?

Ég ætla ekki að skrá mig á þetta ágæta spjall, fylgist bara með, en mikið yrði ég glaður ef einhver benti þessu ágæta fólki á að póstur er ekki borinn út um helgar !

Mér finnst áhugavert, miðað við hve mikil umræða er um einelti í skólum, að fylgjast með viðbrögðum kennara á spjallinu þegar einn úr hópnum reynir að vega upp á móti verkfallsæsingnum, ég hef sjaldan séð annað eins, ekki einu sinni í trúmálaþrasi mínu í vefheimum og þar er stundum langt gengið. Ef þú ert ekki á móti miðlunartillögunni ertu svikari eða eitthvað þaðan af verra!

pólitík