Örvitinn

16% hækkun sjómanna

Það er einhver misskilningur í gangi varðandi samninginn (ath. word skjal) sem sjómenn og útgerðarmenn voru að gera um helgina. Í fréttum og umræðu er talað um 16% hækkun en í raun er það mjög villandi. það sem hækkar um 16% er kauptrygging og aðrir launaliðir. Það er að segja, þau laun sem sjómenn fá þegar ekkert fiskast eða skip er í landi. Þessi laun eru á svipuðu bili eða lægri en byrjunarlaun kennara og dragast frá skiptahlut.

Í raun voru sjómenn að semja um lækkun á kjörum að einhverju leiti en fengu í staðin ýmislegt annað, t.d. lengri uppsagnarfrest og hærra mótframlag í lífeyrissjóð. Mikilvægasta atriði þessa samnings er að nú gefst kostur á að hagræða á skipunum þar sem sjómenn og útgerðarmenn munu skipta með sér því sem sparast við að fækka í áhöfn. Áður var það þannig að launakostnaður útgerðar jókst við að fækka í áhöfn, en hér eftir verður hægt að hagræða þannig að báðir aðilar hagnast.

En það er óskaplega villandi að bera saman 16% hækkun á launum sjómanna og þá hækkun sem kennurum stendur til boða í miðlunartillögu.

Mikið væri gaman ef einhver myndi benda þeim á þetta. Það virðist nefnilega vanta sitthvaðí þessa umræðu.

En eins og áður hefur komið fram þjáist ég af taxtablindu og því ekkert að marka skilning minn á kjarasamningum :-)

pólitík