Örvitinn

Flís og bjálki

Í þessari færslu Binna er að finna eitt besta dæmi um flís og bjálka sem ég hef séð.

Binni hefur nefnilega stundum átt erfitt með að halda sig við málefnalega umræðu. Ansi oft þegar hann tekur þátt reynir hann að snúa umræðunni að persónum einstaklinga og fer gjarnan út í lítt dulbúið skítast eða útúrsnúninga. Svo grætur hann manna hæst þegar hann fær skítinn til baka.

Gæti tekið suma kollega sína til fyrirmyndar, eða heldur einhver að það sé tilviljun að umræðurnar verða iðulega málefnalegri og áhugaverðari þegar sumir taka ekki þátt ?

kristni