Örvitinn

Stafrænn afruglari

Fór í hádeginu og skipti á gamla afruglaranum og nýjum stafrænum. Töluverð röð í afgreiðslunni en þetta gekk hratt fyrir sig. Reyndar ætla þeir að senda M12 áskrifendum nýja afruglara en þeir ætla ekki að koma í Seljahverfið fyrr en 27. þessa mánaðar. Ég nenni ekki að bíða :-)

Verður áhugavert að sjá hvort það er munur á mynd- og hljómgæðum og hvort það eru einhverjir spennandi fítusar.

Það þarf lítið til að gleðja græjufíkla.

tækni
Athugasemdir

Einar Örn - 02/11/04 18:20 #

Vænti þess að það komi framhald á þessa færslu. Ég er ekki alveg að nenna þarna uppeftir nema það sé eitthvað varið í þetta. Annars bíð ég eftir að þeir komi í heimsókn til mín :-)

Matti Á. - 02/11/04 19:46 #

Ég get nú þegar sagt frá því að uppsetning er einföld og myndgæði virðast þokkaleg. Hellingur af stöðvum, m.a. Fox news sem ég bara verð að skoða nánar :-)

Á ég svo að trúa því að nýr stafrænn afruglari Norðurljósa ráði ekki við að afrugla tvær stöðvar í einu?