Örvitinn

Kosningarnar í BNA og snarbilaði trúarnöttarinn

Djöfull vona ég að trúarnöttarinn missi djobbið í nótt. Hef satt að segja áhyggjur af framgangi kristinna öfgatrúmanna í Bandaríkjunum.

Nenni samt ekki að vaka til að fylgjast með þessu :-)

Einhverjir íslenskir íhaldsmenn styðja Bush vegna þess að hann er betri hægrimaður eða eitthvað álíka. Mér er bara nokk sama hvar Bush stendur í pólitík, hann er snarbilaður trúarnöttari og þannig fólk vill ég sjá lokað inni á hæli, ekki með puttann á rauða takkanum.

Nei í alvöru talað. Ef þú þarft að velja á milli tveggja kandídata og annar er nær skoðunum þínum í skattamálum og snargeðbilaður trúarnöttari en hinn vill hærri skatta en þú sættir þig við en er ekki snargeðbilaður trúarnöttari. Velurður þá snargeðbilaða trúarnöttarann? Ég meika það ekki alveg. Það skiptir mig ekki miklu máli hvaða skoðun þeir hafa á utanríkismálum, heilbrigðismálum, menntamálum, samkynhneigðum og svo framvegis. Það eina sem skiptir mig máli er að snarbilaðir trúarnöttarar ættu helst ekki að vera áhrifamestu menn heimsins á 21. öldinni.

Auðvitað eru allir þessir stjórnmálamenn í BNA kristnir, annað væri pólitískt sjálfsmorð í landi hinna frjálsu. Að koma fram sem trúleysingi væri fífldirfska í landi þar sem sitjandi forseti, faðir þess sem nú situr, gat sagt að trúleysingjar séu ekki sannir Bandaríkjamenn* án þess að það vekti viðbrögð.

Ef ykkur finnst vanta rökstuðning fyrir því að kalla Bush trúarnöttara bendi ég á grein sem birtist í New York Times um daginn og fjölmargir hafa vísað á: Without a Doubt

''This is why he dispenses with people who confront him with inconvenient facts,'' Bartlett went on to say. ''He truly believes he's on a mission from God. Absolute faith like that overwhelms a need for analysis. The whole thing about faith is to believe things for which there is no empirical evidence.'' Bartlett paused, then said, ''But you can't run the world on faith.''

*"No, I don't know that Atheists should be considered as citizens, nor should they be considered as patriots. This is one nation under God." George H.W. Bush

pólitík
Athugasemdir

Gunnar - 02/11/04 19:48 #

Aldrei þessu vant: Innilega sammála, vonum að munurinn verði það mikill Kerry í hag að hæstiréttur BNA nái ekki að dæma Bush aftur í embætti.

Ragnar - 02/11/04 20:54 #

Nú, það er gaman að bæta því við að Bush, sem á sér gríðarlega sterka stuðningsmenn á Íslandi í t.d. Halldóri Ásgrímssyni, Davíð Oddssyni, Sigurði Kára Kristjánssyni og lengi mætti áfram telja..., neitaði að endurnýja bann gegn léttum árásarvopnum, þeas. hríðskotabyssum sem beinlínis eru til þess eins ætlaðar að myrða fólk í miklum fjölda. Þetta eitt ætti að verða flestum heilvita mönnum umhugsunarefni þegar þeir kjósa yfir sig mann sem stýrir þessum hlutum.

Erna - 02/11/04 21:26 #

Ef ég væri sjálf trúarnöttari, þá myndi ég eflaust kjósa trúarnöttarann sem væri líka fyrir því að lækka skatta =) Gæti ekki bara verið að það séu svolítði margir trúarnöttarar í Bandaríkjunum? Alla veg

Matti Á. - 02/11/04 22:33 #

Auðvitað er það málið - ótrúlega stór hluti bandaríkjamanna eru kristnir, meira að segja frelsaðir. Það er ein ástæða þess að frambjóðendur keppast við að játa kristni hver í kapp við annann.

En Bush virðist verri en þeir flestir og bakland hans sambandstendur af ansi öfgafullum trúarnötturum. Eða það virðist mér :-)