Örvitinn

Ég trúi þessu ekki!

Á maður að trúa því að bandaríkjamenn kjósi trúarnöttarann aftur? Shit. Segir meira en margt annað að þessir bjánar bönnuðu samkynhneigðum að gifta sig um leið og þeir kusu trúmanninn. Hvað ætli sé langt þar til fóstureyðingar verða bannaðar í biblíubeltinu?

Geri lokaorð djáknans að mínum.

Rétt er að taka fram að fari kosningar í BNA á þann veg sem tölurnar núna leiða líkum að munu færslur vegna bandarískra stjórnmála í framtíðinni falla undir liðinn Trúmál hér á síðunni.

pólitík
Athugasemdir

Erna - 03/11/04 13:13 #

Amm.. Ekki nóg með það, því að um leið og kosið var um að banna hjónaband samkynhneigðra snérist málið líka um það hvort að það ætti að banna fólki að giftast með borgaralegri hjónavíxlu. Sem núna verður þá bannað í einhverjum fylkjum.

Matti Á. - 03/11/04 13:17 #

vááá, borgaralegar hjónavígslur bannaðar :-O

Þetta er vont og það versnar.

urta - 03/11/04 16:13 #

Þetta hef ég ekki heyrt. Það getur ekki verið!!!

Matti Á. - 03/11/04 16:28 #

Ég veit ekki, er um að ræða borgaralegar vígslur samkynhneigðra eða allar borgaralegar vígslur?

Á MeFi segir m.a. í skuggalegri upptalningu.

Voters in 11 states voted to ban same-sex marriage. The lowest margin was 57%-43%. The highest (Mississippi) was 86%-14%. Kentucky's also bans civil unions. That one was 75%-25%.

Matti Á. - 03/11/04 16:39 #

Verð að bæta við vísun á þessa umfjöllun BBC. Það þarf ekkert að deila um að trúarnöttararnir kusu Bush. Þetta er frekar scary!

Religion - rather than class, ethnic origin or education - has become the key determinant of voting in the 2004 presidential race, according to an exit poll conducted by the Associated Press news agency.

Halldór E. - 03/11/04 18:17 #

Það er hægt að skoða niðurstöður útgönguspáa á http://us.cnn.com/ELECTION/2004/pages/results/states/US/P/00/epolls.0.html. Hvítur karlmaður, tekjur yfir $200K, sem fer í mótmælendakirkju oftar en einu sinni í viku, á byssu, leggur áherslu á hryðjuverk og "moral issues", hefur ekki áhyggjur af kostnaði við heilbrigðiskerfið, er á móti fóstureyðingum og hommum og er ánægður með skattalækkanir á hátekjufólk, hefur lokið háskólanámi en er ekki með doktorspróf. A.k.a. G.W. Bush sjálfur. Það er þetta fólk sem kýs Bush. Það er naivismi að telja að kirkjan sé eini útgangspunkturinn. Vissulega einn af þeim stærri, en ekki sá eini.

Matti Á. - 03/11/04 18:22 #

Það er naivismi að telja að kirkjan sé eini útgangspunkturinn. Vissulega einn af þeim stærri, en ekki sá eini.
Flest bendir til að þetta sé stærsti útgangspunkturinn.