Örvitinn

Digital Ísland er bilað

Vinnufélagi minn sagði mér í gær að hann væri í vandræðum með nýja stafræna myndlykilinn, fengi meldingu um að kortið væri ekki rétt. Ég kannaðist ekkert við slíkt, þetta gekk vel hjá mér fyrsta kvöldið.

En í gærkvöldi fékk ég þessa sömu meldingu og núna í morgun er þetta að poppa upp reglulega. Villan {smartcard wrong insert } kemur á skjáinn og stöðin sem maður er að horfa á frýs. Hægt er að skipta um stöð og skipta aftur skömmu síðar. En þetta er náttúrulega hrikalegur böggur. Ég hefði orðið brjálaður hefði ég lent í þessu í gærkvöldi þegar ég var að horfa á leikinn. Kortið er rétt sett í, ég er búinn að athuga það.

Í hvert sinn sem ég kveiki á afruglaranum koma þessi skilaboð:

There is the lastest (sic) s/w
Do you want to upgrade?

En það gengur ekki að uppfæra, heldur endar það með villu:

New software Upgrade Fail,
(Error Code:# 2)

Digital Ísland er semsagt eitthvað að hiksta. Þessa stundina get ég horft á Ómega, popp tíví og RÚV. Ekkert af hinu virkar.

tækni
Athugasemdir

Einar Örn - 04/11/04 13:12 #

Já, bæði Sigurjón og Jón í Tvíhöfða hafa lent í sama veseninu og þeir voru að tala um þetta í þættinum í morgun. Ætli maður bíði ekki með að skipta um myndlykil :-)

Matti Á. - 04/11/04 13:26 #

Ætli maður bíði ekki með að skipta um myndlykil :-)
Ég held það væri skynsamlegt :-)

Það virðist vera þetta upgrade sem er að klikka, a.m.k. er þetta farið að virka hjá vinnufélaganum eftir að upgrade-ið náði að klárast hjá honum.

Ég verð ekki mjög glaður ef Stöð2 verður úti næstu kvöld.

Erna - 04/11/04 13:37 #

Þetta getur nú varla verið mikið vandamál ef þú nærð Ómega. Ég held að þetta sé bara Gussi að senda þér skilaboð =Þ

Matti Á. - 04/11/04 13:50 #

Verst hvað hljóðstyrkur Ómega er mikill, ég hrekk alltaf við þegar ég skipti framhjá stöðinni. Þarf að breyta listanum, setja Ómega aftast.

Ef Gvuð vildi senda mér skilaboð myndi hann taka af mér internettenginguna :-P

Óli Gneisti - 04/11/04 19:19 #

Ef guð vill senda mér skilaboð þá mætti hann leggja inn nokkrar milljónir á bankareikninginn minn.

Guð - 04/11/04 20:38 #

Óli, inn á hvaða reikning viltu fá greitt?