Örvitinn

Þrjár mínútur

Á árshátíðinni á laugardag gerði ég tilraun sem lengi hefur staðið til að framkvæma.

Þegar við vorum mætt á staðinn byrjuðum við á því að finna okkur sæti en þvínæst brá ég mér á salernið, alveg í spreng.

Áður hafði ég drukkið einn stóran bjór og einn lítinn meðan ég horfði á fótboltaleik í sjónvarpinu. Í teiti fyrir árshátíð og rútunni á leið í Hafnafjörð held ég að ég hafi drukkið fjóra eða fimm litla bjóra. Semsagt, fimm eða sex litlir bjórar og einn stór. Það var ekki meðvituð ákvörðun að fara ekki á salerni fyrr, ég þurfti bara ekkert að létta á mér.

Ég stillti mér upp fyrir framan þvagskál, beið þar til sekúnduvísirinn benti beint upp og hóf tilraunina. Ég hef alltaf verið með furðulega partíblöðru, get drukkið heljar magn þar til ég þarf að losa en eftir fyrstu skipti þarf ég yfirleitt að fara reglulega það sem eftir lifir kvölds. Þessi fyrsta losun tekur yfirleitt fjandi langan tíma, stend oft eins og fáviti á almenningssalernum og míg meðan þrjár kynslóðir klára sitt.

En einn stór og fimm eða sex litlir tóku semsagt nákvæmlega þrjár mínútur í þetta skiptið. Aldrei var stoppað þó stundum færi kraftur úr bununni.

Svo er spurningin bara, er þrjár mínútur langur tími eða ekki?

Ýmislegt
Athugasemdir

Gummi Jóh - 09/11/04 23:16 #

hahaha!

Með því fyndnara sem ég hef lesið á bloggi síðustu daga.

3mínutur er nú bara ansi mikið!! held að ég hafi aldrei pissað svona lengi.

Matti Á. - 10/11/04 00:10 #

Þakka þér, mér finnst þetta nefnilega líka frekar fyndið - var farinn að hafa áhyggjur af því að fólk héldi að ég væri ruglaður þar sem enginn kommentaði :-)

Már - 10/11/04 09:52 #

Þrjár mínútur er vel af sér vikið. Hlýtur að vera nálægt þanmörkum þvagblöðrunnar. Sjálfur man ég eftir einhverjum óformlegum tímamælingum á sjálfum mér, og held að það allra lengsta hafi verið tæpar tvær míntútur.

jogus - 10/11/04 22:09 #

Já, þrjár mínútur er mikið. Kunningi minn í menntaskóla gat migið í tæpar tvær (það var ekki Már) og það var mun meira en við hinir réðum við. Við, í öfund okkar, sögðum hann vera með lítið typpi og þrönga þvagrás. En það ætla ég ekki að bera upp á þig, enda langt síðan þetta var og ég þroskast alveg óskaplega síðan þá :)