Örvitinn

Kvöldmatur og bílar á sumardekkjum

Inga María fékk að ráða hvert við færum að borða í kvöld, fékk smá aðstoð við valið og við enduðum á American Style Nýbýlavegi. Stelpurnar hafa gaman að barnaberberginu og foreldrunum finnst maturinn fínn.

Það var snjóþungt í Breiðholti í kvöld, fjöldi bíla á sumardekkjum stopp á Breiðholtsbrautinni og einn pikkfastur í Bakkaselinu þegar við komum heim. Ég fór út og reyndi að ýta. Það gekk hægt. Djöfull er merkilegt fólk sem hangir inni í bíl og glápir á, tuðar jafnvel útaf bílnum sem er fyrir, en dettur ekki í hug að hjálpa. Já, einn nágranni minn er asni. Ef bíll er fastur og fyrir umferðinni er rétta ráðið að fara og hjálpa til eins og ég gerði, ekki að sitja inni í bíl í korter og koma svo og tuða um sumardekk.

Ég keypti vetrardekk um daginn og lenti ekki í nokkrum vandræðum í kvöld.

Stelpurnar léku sér í snjónum þegar við komum heim og fengu svo kakó þegar inn var komið.

Ég tók nokkrar myndir á American Style og í snjónum fyrir utan.

dagbók
Athugasemdir

Gulla - 20/11/04 18:23 #

Það er alltaf svo gaman að skoða myndirnar hjá þér og mikið eru þær fallegar dætur þínar. En það veistu nú alveg sjálfur...

Takk fyrir að leyfa okkur hinum að njóta myndanna með þér :o)

Matti Á. - 21/11/04 03:43 #

Æi Gulla, þú gerir alveg útaf við mig :-)