Örvitinn

Að peppa sig upp í óánægju

Þegar fólk er komið í slæmt skap er oft erfitt að gera því til geðs Fólk er búið að peppa sig upp í óánægju og gerir lítið úr öllu sem því býðst.

Maturinn er illa eldaður, vínið vont og reikningurinn móðgandi. Ekki nóg með það, því finnst allir vera á móti sér líka, fullt af fáfróðum fíflum hefur skoðun á málum sem kemur þeim ekki við. "Hvað er þessi þjónn að ráfa um og glápa á mig, pervert ".

Ég held að það myndi ekki skipta máli þó það fengi þriggja rétta máltíð á Holtinu fyrir tvö þúsund kall, þetta fólk myndi fussa og sveia yfir einhverju. Henda risottoinu í kokkinn og segja að það sé eins og hafragrautur.

Þegar fólk er komið í þessa stöðu er rétt að athuga sinn gang og velta því fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að hætta að peppa sig upp í óánægju og líta á hlutina frá öðru sjónarhorni.

"Þetta verður alveg örugglega alveg hrikalega lélegt, djöfull eru þeir að reyna að svindla á mér, ég skal sko ekki láta fara svona með mig". (Tilvitnun skálduð.)

Ýmislegt