Örvitinn

Skjár 1 og Chelsea

Snorri Már Skúlason sendi mér póst í gær og sagði mér frá leikjum helgarinnar í enska boltanum. Góður gaur hann Snorri.

Ég vek athygli á því að klukkan 15.00 á laugardaginn verður Middlesbrough - Liverpool aðalleikurinn en við munum skipta yfir á Stamford Bridge þar sem Chelsea tekur á móti Bolton þegar eitthvað markvert gerist þar. Aðalleikurinn hverfur þó aldrei alveg af skjánum þó skipt sé yfir á Chelsea leikinn heldur færist hann upp í lítinn glugga efst í vinstra hornið á skjánum. Með þessu viljum við bæta enn þjónustuna við áhorfendur enska boltans.

Ég skil ekki af hverju Chelsea hefur sérstöðu hjá þessari ágætu sjónvarpsstöð, því síðast þegar Skjár1 sýndi Liverpool leik skiptu þeir reglulega yfir á Chelsea leik sem var í gangi á sama tíma. Þetta var satt að segja afar pirrandi. Ég geri mér grein fyrir að Eiður Smári spilar með liðinu en kommon, Chelsea er langt frá því að vera það lið í enska boltanum sem hefur flesta stuðningsmenn á Íslandi.

Ekki veit ég hvort þeir gera þetta í öðrum tilvikum, hef aldrei heyrt um það. Síðasta laugardag fór ég á Players og horfi á leik Liverpool og Crystal Palace þar sem Skjár1 var að sýna annan leik.

Ég vil biðja, nei grjátbiðja, þá um að hætta þessu. Stuðningsmenn annarra liða geta einfaldlega skellt sér á pöbb til að sjá sitt lið spila ef leikur liðsins er ekki sýndur í beinni á Skjánum. Það er hrein og klár móðgun við stuðningsmenn Liverpool að geta ekki sýnt leiki þeirra ótruflaða.

Einnig fer ég fram á að fyrir leik Liverpool á morgun verði meðal annars rætt um þann leik en ekki eitthvað allt annað.

14:20

Liverpool bloggið fjallar um málið.

boltinn
Athugasemdir

Einar Örn - 19/11/04 13:24 #

Þú hefur væntanlega lesið pistilinn hans Kristjáns um þetta sama málefni á Liverpool blogginu. Annars, þá dreif ég mig í því og sendi S1 mönnum báðar færslurnar.

Matti Á. - 19/11/04 13:29 #

Já, sá pistilinn en gerði ráð fyrir að menn myndu ekki endurtaka leikinn. Blöskraði því þegar ég fékk póstinn frá Snorra.