Örvitinn

Nikon 50mm f/1.8 D

nikon 50mm 1.8d linsaAfmælisgjöfin komin í hús þó ég eigi ekki afmæli fyrr en í næstu viku.

Fékk semsagt Nikon 50mm f/1.8D linsu í hendurnar áðan. Þetta er ein ódýrasta linsa sem hægt er kaupa og er eiginlega skyldukaup, hún þykir það góð. Linsan kostar um 12.000,- hjá Ormsson.

Eins og nafnið gefur til kynna er þeta 50mm föst linsa, þ.e.a.s. ekki zoom og hún er með mikið ljósop, sem gerir manni kleyft að taka myndir í litlu ljósi án þess að nota flass. Þar sem þetta er ekki zoom linsa þarf maður að notast við fæturnar, þ.e.a.s. zooma með löppunum :-)

Linsan er afar lítil og létt, það heyrist meira í henni en 18-70 linsunni. Nú þarf ég bara að fikta eins og óður maður og sjá hvað hægt er að gera.

SB-600 flassið mitt kemur til landsins á morgun.

græjur
Athugasemdir

johannes - 13/12/04 23:30 #

er hægt að nota nikon linsur á canon?

Matti Á. - 13/12/04 23:42 #

Nei.

Aftur á móti er hægt að fá 50mm 1.8 linsu fyrir Canon svipaðan pening.