Örvitinn

Dapurlegur skortur á hyggjuviti

Á slíkum tímamótum er öllum hollt að líta um öxl og rýna í sporin, athuga hjartað og ávexti þess. Hefur verið dvalið í myrkvuðum afkimum, skúmaskotum, eða verkin unnin í björtu dagsljósinu, fyrir opnum tjöldum? Hefur verið gengið á vafasömum, grýttum brautum, eða á öruggum stíg? Og var einhver með í þeirri för, e.t.v. hjálparinn mesti og besti, eða var einungis treyst á eigið hyggjuvit?
Vafalaust eru dæmin um hvort tveggja, þótt alltaf finnist mér jafn dapurleg hugsunin sem ekki gerir ráð fyrir hinu yfirnáttúrulega í þessu sambandi, hlut almættisins í lífi mannskepnunnar. En við því er fátt að gera, annað en vona að fólk tak sönsum, vitkist í náinni framtíð.
Séra Sigurður Ægisson í Sunnudagsmogganum.

Ég held það séu frekar þeir, sem ekki komast í gegnum lífið nema með aðstoð hindurvitna (hið yfirnáttúrulega) sem þurfi að "taka sönsum" og vitkast í náinni framtíð.

kristni