Örvitinn

Klén gagnrýni

Þegar maður hefur svarað einhverju hundrað sinnum - verður maður frekar þreyttur að sjá sömu þvæluna aftur og aftur.

Sérstaklega þegar staðreyndavillurnar eru næstum jafn margar og málsgreinarnar. Maður gæti haldið að fólk sé að rembast við að snúa út úr málstað og geri sér far um að hunsa það sem þegar hefur komið fram.

Held að stundum sé af því bara besta svarið - a.m.k. þegar það er á sama leveli og "gagnrýnin".

En maður verður að leggja sig fram, reyna að skýra mál sitt og kannski líta í eigin barm. Er mögulegt að læra af gagnrýni, þó hún sé klén?

Í textanum er falin vísun!

kvabb
Athugasemdir

Tryggvi R. Jónsson - 22/11/04 16:02 #

Auðvitað, maður getur reynt að skilja af hverju hinn aðilinn dettur í þessa rökleysisgildru.

Kannski getur maður lært eitthvað um hvað betur mætti fara í málflutningi þannig að það sé síður líklegt að viðmælendur detti í sömu gildruna.

Mátt samt ekki gleyma því að þó þetta sé orðið klént fyrir þér sem sérð þetta oft þá er þetta nýtt fyrir nýjum gagnrýnendum. Þetta er ekki svo ólíkt kennslu á margan hátt, sífelt að koma nýir nemendur sem eru alveg jafn clueless og þeir sem komu árið á undan. Með endurtekningunni er kannski hægt að bæta kennslutæknina. Æfingin skapar meistarann :D

Matti Á. - 22/11/04 16:08 #

Mátt samt ekki gleyma því að þó þetta sé orðið klént fyrir þér sem sérð þetta oft þá er þetta nýtt fyrir nýjum gagnrýnendum.
Góður punktur, er sífellt að rekast á þetta. Stend sjálfan mig stundum að því að verða pirraður í stað þess að anda djúpt og byrja á byrjuninni :-)

Það er verið að setja saman FAQ fyrir Vantrú sem auðveldar okkur vonandi lífið.

Tryggvi R. Jónsson - 22/11/04 16:19 #

Ég hlakka persónulega til að sjá þann FAQ! ;)

Fólkið sem maður verður hins vegar pirraður á eru þeir sem krefjast alltaf meiri og meiri útskýringa. Ég stend mig mjög oft að þessu að fá upp í hendurnar eitthvað viðfangsefni, kynni mér það og segi svo: Og svo hvað? Líka oft pirrandi að spyrja spurningarinnar B sem er óvart tekin sem spurning A sem er búið að spyrja að 1.000.000 sinnum og fá svarið við A en ekki B. Abstrakt dæmi eru svo skemmtileg ;)

dagga - 22/11/04 18:00 #

Vei! Ég fann :D

Annars hef ég ekki verið að fylgjast mikið með ykkar vefriti í langan tíma. Eiginlega bara síðan um daginn. Þ.a.l. er langsótt að ásaka mig og mína fyrir að vera með athugasemdir í þá áttina að hatur á kristnu fólki sé ekki besta leiðin til að berjast gegn fordómum á trúleysingjum.

Ef þið ætlið að nenna að halda úti annarri eins starfsemi og Vantrúnni þá verðið þið að hafa þolinmæði fyrir fólki sem kannast ekki við ykkar málstað. Gagnrýni mín er ekki klénni en þín.

Ókei?

Matti Á. - 22/11/04 19:15 #

Ef þið ætlið að nenna að halda úti annarri eins starfsemi og Vantrúnni þá verðið þið að hafa þolinmæði fyrir fólki sem kannast ekki við ykkar málstað.
Vissulega. Það er bara afskaplega erfitt og krefst mikillar þolinmæði :-)

Birgir Baldursson - 22/11/04 19:34 #

Er „hatur“ okkar á kristnum eitthvað meira en „hatur“ þitt á okkur, Dagga? Er málflutningur þinn í okkar garð til þess fallinn að vinna á fordómum gegn sinnuleysingjum ;)

dagga - 23/11/04 08:28 #

Ohh...

Ég bara geri mér grein fyrir því að það er ekki í mínum verkahring að vinna á fordómum gegn sinnuleysingjum.

Og ég hata ykkur ekki.

Matti Á. - 23/11/04 10:28 #

Ég held það sé ósköp lítið hatur í gangi, bæði á Vantrú og hjá döggu.

Elvar - 24/11/04 07:01 #

Ekki er það í mínum verkahring að vinna gegn fordómum. Reyndar ekki í mínum verkahring að berjast gegn almennri illsku.

Það var í verkahring Jesú. Nú er hann dáinn, dó fyrir syndir mannanna, þannig að búið er að taka út refsingu fyrir þær. Hægt að fara bara í bazooka mode með Bush og Bin Laden í nafni trúar.

Guð er ligeglad. Hættur að nenna að refsa. Lét myrða eingetinn son sinn og þar með lauk refsingum.

Nú er hann farinn að vinna að markaðsmálum Mjólkursamsölunnar.