Örvitinn

Fyrri partur dags

Ein notalegasta tilfinning sem ég þekki er að vakna ógurlega snemma án þess að gera mér grein fyrir tímanum og geta sofnað aftur. Kolla kallaði í morgun og ég rölti til að sækja hana. "Eg get ekki sofið" sagði hún og ég var hræddur um að hún væri að fara á fætur óþarflega snemma, hélt að klukkan væri svona sjö, tók hana í fangið og fór með í mitt rúm. Sá þá að klukkan var 05:00, Kolla sofnaði og við steinsváfum til átta.

Skutlaði stelpunum í leikskólann, vorum mætt tuttugu mínútum fyrir níu - þær borðuðu morgunmat þar. Ég kíkti svo í ræktina og eyddi þrjátíu mínútum í Orbitrek tæki. Get ekki skokkað þessa dagana útaf löppinni sem er enn í annarlegu ástandi, ætti kannski að láta kíkja á þetta. Sporthúsið er í tómu rugli, hljóðið við upphitunartækin virkar illa, ekki nema 3-4 af 8-10 stöðvum sem hægt er að hlusta á - þurfti því að svitna með drasl í eyrunum, tek símann með næst og hlusta á útvarpið þannig. Þarf enn að eignast mp3 spilara - en hef víst tekið út græjuskammtinn minn og vel það undanfarið.

Borðaði ekki morgunmat, nennti því ekki - hreyfing dregur úr svengd! Langar ekki í steiktan fisk í hádeginu í mötuneytinu. Rölti út í Mjódd á eftir, kaupi mér eitthvað í Nettó og kem við í bókabúðinni og kíki á ljósmyndablöð. Kaupi mér kannski harðfisk ef einhver er að selja hann á göngugötunni.

Fyrir ári varð ég þrítugur.

dagbók
Athugasemdir

Gyða - 23/11/04 12:39 #

Til hamingju með daginn aftur :-) Sungu stelpurnar ekki fyrir þig?

Ég er búin að reyna að mæta með vasaútvarpið mitt og það virkar ekki í sporthúsinu. Náði engu sambandi þannig að ég efast um að gsm virki þarna inn í sal.

Matti Á. - 23/11/04 12:47 #

Þakka hamingjuóskir :-)

Stelpurnar sungu ekki enda mundi ég sjálfur ekki eftir deginum fyrr en við vorum komin á leikskólann.

Já, prufaði útvarpið þitt einmitt einu sinni og það virkaði illa. MP3 spilari er því eina lausnin!

Sirrý - 23/11/04 13:10 #

Til hamingju með afmælið Matti hafðu góðan dag !!

Stella - 23/11/04 17:29 #

Til hamingju með daginn,stelpurnar hljóta að syngja fyrir þig í kvöld.Eigðu góðan dag.

skúli - 23/11/04 18:19 #

Fyrir hönd okkar annálaðra óska ég þér til hamingju með að vera formlega kominn á fertugsaldurinn!