Örvitinn

Ormsson í Smáralind

Ormsson opnar verslun í Smáralind í dag, opnuauglýsing í Fréttablaðinu. Hellingur af flottum vörum á tilboði.

Ég ætla að kíkja í hádeginu og tékka á þessu, held þetta verði mögnuð verslun. Vona að þau leggi þokkalega áherslu á Nikon vörur og maður komist í eitthvað myndavéladót á hagstæðu verði.

Ætti ég að taka fram að mamma er verslunarstjóri í þessari nýju búð og er á fullu við að klára að setja verslunina upp, tæpum klukkutíma fyrir opnun?

15:00

Kíkti við rétt áðan, þetta er risastór verslun og þó er ekki búið að opna helminginn, þ.e.a.s. innréttingarhlutann. Verslunin ekki alveg tilbúin en þó ansi flott að mínu hógværa og hlutdræga mati. Hellingur af flottum græjum og uppsetningin á heimabíóum er flott. Flötu sjónvörpin eru kynæsandi - er ekki einhver til í að gefa mér eitt 400.000,00- króna LCD veggsjónvarp :-)

dagbók
Athugasemdir

Sævar Helgi Bragason - 26/11/04 13:26 #

Bíddu nú við, hvað heitir mamma þín? Pabbi er að vinna hjá Ormsson í lágmúla!

Matti Á. - 26/11/04 13:34 #

Mamma heitir Stella og er nýbyrjuð hjá Ormsson, byrjaði fyrir 3 vikum held ég - búin að vera að vinna í því að setja þessa verslun á laggirnar.

Faðir minn heitir Ásgeir og er sölustjóri í véladeild Ormsson, vinnur semsagt í Lágmúlanum.