Örvitinn

Enchilada og ferskur kóríander

Eldaði enchilada í kvöld, höfum ekki eldað þann rétt í alltof langan tíma.

Eitt vandamálið er að oft er erfitt að fá ferskan kóríander. Ég greip síðasta plastbakkann í Hagkaup Smáralind í dag. Var reyndar til í potti líka en það var frekar vesæl planta. Oft finnst mér basilikan og kóríanderinn fallegri í plastbökkunum heldur en það sem er selt í pottum. Veit ekki hvort miklu munar á bragði.

Notaði helling af kóríander, varla hægt að nota of mikið af honum í þennan rétt. Þarf að elda eitthvað með kóríander annað kvöld svo restin fari ekki til spillis.

matur
Athugasemdir

Nanna - 28/11/04 09:29 #

Prófaðu kóríanderinn sem fæst t.d. í Filippseyjum og Eir uppi á Bíldshöfða. Hann er mun bragðmeiri og seldur með rót og öllu - það er hægt að nota rótina líka t.d. í súpur og fleira.

Gulla - 28/11/04 13:41 #

Jummijumm.... flottur matur hjá ykkur! Spurning hvort maður getur notað uppskriftina, það er ekki alltaf sem fæst svona "exótískt" krydd í Hagkaupum hérna norðan heiða enda lifum við aðallega á eyfirsku súpukjöti... hehe

Mikið eruð þið líka faglegir á myndunum úr Keilunni, svaka taktar og flott skot ;-)

Matti Á. - 28/11/04 21:52 #

Strákarnir eru faglegir á myndunum en ég held mér sé óhætt að segja að hæfileikarnir eru ekki í samræmi við það :-) Ég vann með um 140 stig minnir mig.

Matti Á. - 29/11/04 11:36 #

Ég þarf að kíkja í þessa búð á Bíldshöfða við tækifæri, hef aldrei heyrt um hana áður.