Örvitinn

Morgunskokk

Fór í Sporthúsið í morgun og skokkaði í fyrsta sinn í afar langan tíma. Skokkaði reyndar eftir lyftingar í gær, en það er annað. Formið er farið og því fór ég rólega (8km/klst) í 28 mínútur, jók reyndar hraðann aðeins í lokin, samtals voru þetta 3.8km sem ég hljóp. Það er af sem áður var.

Brettið var í lagi, fæturnir voru í lagi, tónlistin sökkaði. Djöfulsins andskotans helvítis aumingjaskapur er þetta hjá Sporthúsinu að geta ekki haft útvarpið/hljóðið í sjónvarpinu í lagi. Í morgun hafði ég um tvær tónlistastöðvar að velja, Bylgjuna og einhverja píkupoppstöð án kynninga - hvílíkt og annað eins drasl. Þetta er ekki hægt.

Hvað um það, stefni á að vera duglegri í ræktinni en lofa engu. :-)

heilsa
Athugasemdir

Matti Á. - 30/11/04 10:40 #

Ég er búinn að klára allar fjárheimildir til græjukaupa á þessu ári: [1 , 2, 3] :-)

Már - 30/11/04 11:33 #

Varðandi hlaupahraða: 8km/klst er geðveikt hægt. Ég labba oft jafn hratt og þetta (vel röskur gangur að vísu). En ég dáist að þér að hafa þessa stjálfsstjórn sem þarf til að hlaupa svona rólega/varlega eftir meiðsl eins og þín.

Varðandi útvarpið: þá gætirðu prófað að syngja hástöfum á hlaupabrettinu í mótmælaskyni. Þeir hljóta að laga systemið í hvelli þá. ... eða henda þér út náttla..

Matti Á. - 30/11/04 11:36 #

Mér finnst 8km/klst ansi röskleg ganga eins og þú bendir á, en það er vissulega mjög rólegt skokk :-) Ég verð kominn í 10km/klst mjög bráðlega, en 12km/klst verða að bíða betri tíma.

Gyða - 30/11/04 12:54 #

hey ekki gera lítið úr mér var hrikalega stolt af sjálfri mér að skokka á 8km/klst í gær labba venjulega á 6 km/klst sko :-) Fannst ég komin í hrikalega gott form að ráða við 8 :-Þ

Már - 30/11/04 20:05 #

a) Ég labba hratt (normal hraði ca 6-7 km/klst.)

b) Lappirnar á mér eru mitt aðal farartæki (ásamt Strætó) þannig að stundum þarf maður að gefa í. :-)

c) Ég gæti hreinlega ekki hlaupið svona hægt eins og þið - ekki af því ég sé í svo góðu formi, heldur einfaldlega að ef ég á annað borð byrja að æfa eitthvað þá ræð ég ekki við mig. Það er mjög pirrandi og hefur valdið mér meiðslum af því ég fór of geist. Ökkli. Eyra. Etc.

Matti Á. - 30/11/04 22:13 #

Ég hef alltaf gengið óskaplega hægt, þannig að ég jogga svosem á 8km hraða. En það er óskaplega rólegt, engin spurning.

En viðmiðið hjá mér hefur alltaf verið 10km hraði, þ.e.a.s. það er sá hraði sem ég hef skokkað á í upphitun og eftir æfingum. Þegar ég var bara að skokka, en ekki lyfta, miðaði ég við 12-12.5 km/klst og var þá að fara 6km undir 30 mín.