Örvitinn

Fór í bolta - enginn bolti

Skellti mér á æfingu í kvöld, ákvað að láta reyna á löppina fyrst ég hef verið góður í skokkinu (sem sumir kalla rösklega göngu) undanfarið.

Mætti á Framvöllinn og þá vorum við þrír mættir. Æfingu var aflýst.

Reyndar hefði ég ekki spilað þó fleiri hefðu mætt því nýja gervigras Fram er þakið snjó, það var nefnilega ekki gert ráð fyrir heitu vatni í fjárveitingum, Fram er því með glæsilegan gervigrasvöll með hitalögnum og alles en ekkert heitt vatn í lögnunum. Ég hefði ekki treyst mér í að spila á snjó eða klaka því það er alltaf meiri hætta á meiðslum við slíkar aðstæður.

Ætla að glápa á samantekt úr leik Liverpool og Tottenham, sem ég sótti í kvöld, fyrst ekkert varð úr æfingunni.

boltinn