Örvitinn

Hjá tannlækninum

Fór í mína árlegu heimsókn til tannlæknis í morgun. Sama og vanalega - ekkert að og tannsteinn hreinsaður. Hef tamið mér að fara árlega síðustu árin, ágætt að láta viðhalda þessu fyrir lítinn pening í stað þess að eyða stórfé í stórviðgerðir síðar.

Skemmtilegt og hagkvæmt að vera vel tenntur.

heilsa
Athugasemdir

Arnrún - 07/12/04 15:50 #

Skellti uppúr við lesturinn, gæti eins hafa skrifað þetta sjálf. Nema, ég hef vinninginn, hefur ekki verið gert við tönn í mér síðan 1983, skipti reyndar um tannlækni því mér fannst hann fullharkalegur við tannsteinshreinsunina, var farin að fá tannlæknakvíða fyrir heimsóknirnar til hans, svona eins og þeir sem lenda í allsherjar viðgerðum tvisvar á ári. Reyndar var skipt um fyllingu síðast og ég var næstum farin að gráta af hræðslu við stóru vondu deyfingarnálina, það var svo ekkert mál, enda skilst mér að tækninni hafi eitthvað fleygt fram í þeim efnum á síðustu tuttugu árum, kannski er ég líka aðeins stærri og sterkari núna, veit það ekki.

Matti Á. - 08/12/04 13:29 #

Já, ég vona að þetta liggi í genunum - sé þá fram á að þurfa ekki að eyða miklu í tannlækna fyrir yngri stelpurnar.

Arnrún - 09/12/04 16:40 #

Ekki í nokkrum vafa um það, soddan hörkugen í þessari familíu ;)