Örvitinn

Erfið nótt, rólegur morgun

Vesen á Kollu í nótt, hún var andvaka og kvartaði undan magaverkjum - sagðist vera óglatt. Foreldrum hennar fannst það þó vera afsökun því hún var furðu hress þegar við fórum fram með henni til skiptis. Okkur grunar að eitthvað annað hafi haldið fyrir henni vöku og ógleðin hafi verið hentugasta aðferðin til að fá athygli. Maður veit þó aldrei.

Þessi andvaka olli því að ég, Kolla og Inga María settum nýtt persónulegt met í svefnpurki og sváfum til tíu. Sem dæmi um hvernig ástandið er á þessu heimili fór ég fyrstur á fætur og stelpurnar á eftir.

Borðuðum ristað brauð, útaf ógleði Kollu, og brunuðum á leikskólann. Þetta er meiri pabbinn. Sem betur fer mætti ég öðrum pabba sem var að koma með dóttur sína þegar ég var að fara til baka. Ég er ekki verstur. :-)

fjölskyldan