Örvitinn

Upphlaup þunglynda trúleysingjans

Ég græt það ekki að trúarbrögðin sem stofnun séu búin að missa mestallt vald sitt, en sem hugmyndafræði hljóta þau að geta gefið einstaklingnum eitthvað, í ljósi þess að ég og Hogben leituðum í guðshugmyndina á erfðri stundu í lífi okkar.

Vandamálið með svona pælingar er að þær eiga við um allt. Allt er hægt að réttlæta með því að það gagnast einhverjum einhvernvegin einhverntíman. Sú pæling er bara afar óáhugaverð að mínu hógværa mati.

Þessi grein í Fréttablaðinu í dag og aðdragandi hennar eru frekar sorgleg. Enda fjarlægðum við greinina og ætluðum ekki að láta hana standa, en neyddumst til að birta og svara greininni í Fréttablaðinu.

efahyggja
Athugasemdir

Óli Gneisti - 10/12/04 16:12 #

Annars þá er mér eiginlega sama um kallinn, hann er kannski trúleysingi en hann er ekki á sömu bylgjulengd og við. Skil ekki neikvæðni hans gagnvart trúleysinu og jákvæðni gagnvart trúnni. Hann virðist eiga eftir að komast yfir tómhyggjuna.

Matti Á. - 10/12/04 16:44 #

Ég skil þessa neikvæðni ekki heldur.

Ég skil alveg af hverju þjóðkirkjumenn vilja fá hann sem fulltrúa trúleysis í umræðu, því hvað er betra en "trúleysingi" sem réttlætir trú með þeim rökum að hún gagnist þeim sem eiga bágt. Það verður veisla hjá þeim að fá þennan mann í pontu.

Már - 12/12/04 13:30 #

Mér finnst gott að þið skulið hafa birt greinina aftur. Að lesa hana gefur alveg ótrúlega heiðarlega mynd af því hvað félagið Vantrú er, hvaða sjónarmið það stendur fyrir (og hver ekki), og hvernig týpur manna félagið.

Sömuleiðis kemur Steindór ágætlega fyrir (með sín sjónarmið) í greininni og svarhalanum, allt þar til í blálokin þegar honum greinilega sárnar illa þegar Óli Gneisti kemur inn á viðkvæmt persónulegt málefni fyrir Steindór.

Ef þið (eða Óli Gneisti) hefðuð viljað halda í Steindór sem rökræðufélaga þá hefði verið bæði klókt og mjög málefnalegt biðja Steindór einfaldlega afsökunar strax og ljóst mátti vera að óþarfa sárindi voru í uppsiglingu, svo hægt væri að halda umræðunni áfram á yfirveguðu plani.

Ef þú héldir ekki öðru fram Matti, þá mundi ég halda að ástæðan fyrir því að þið fjarlægðuð greinina af vefnum ykkar, væri að ykkur þætti þið sjálfir líta a.m.k. jafn illa út í henni og Steindór. :-)

Steindór bregst þó klárlega óþarflega hart við (tilfiningalegt rót, sárindi, viðkvæmir blettir, etc.) og hefði líklega betur áttað sig fyrr á því að hann á litla eða enga samleið með félaginu Vantrú. Með aðeins meira "tact" í samskiptunum ykkar (eða Óla Gneista) við hann hefði eflaust mátt forða því að þessi neikvæða túlkun Steindórs á samskiptunum við Vantrú kæmist í blöðin fyrir alþjóð að lesa.

Það má samt kannski líta á björtu hliðarnar og segja að kannski sé öll athygli sé betri en engin fyrir lítið, róttækt og málefnalega afmarkað félag eins og Vantrú.

Kveðja af hliðarlínunni, - Már.

Matti Á. - 13/12/04 12:36 #

Ég missti reyndar alveg af þessari upphaflegu umræðu enda var greinin bara í loftinu rétt um hánóttina (eins og sjá má á tímasetningu athugasemda).

En þetta virðist vera fallið í ljúfan löð!

Finnst frekar þreytt þegar hamast er á Vantrú fyrir eitthvað sem við höfum aldrei sagt eða skrifað, því af nógu er að taka ef menn vilja gagnrýna okkur - engin ástæða til að finna eitthvað upp :-P